Kanadíski listamaðurinn Jeremy Lynch með ljósmyndasýningu á KEX að nafni Pieces of Water

Pieces of Water – Ljósmyndir eftir listamanninn Vatn með aðstoð frá Jeremy Lynch. Listamenn galleri kynnir með stolti þetta einstaka listform frá Berlín. Sýningin opnar kl. 17:00, laugardaginn 8.mars í Listamenn Galleri, Skúlagötu 32-34 og stendur yfir þennan eina dag. Sýningin er hvatning fyrir alla að taka þátt í að skapa Vatnaverk í myrkraherberginu á Kex

jeremy_lynch_1

Kanadíski listamaðurinn Jeremy Lynch notar ljósmyndaformið á annan hátt en flestir gera. Lynch, sem er þekktur fyrir að fara óvenjulegar leiðir í list sinni, hefur aðsetur í Berlín, þar sem verk hans hafa verið sýnd um allt Þýskaland. Áður fyrr leikstýrði hann sjónvarpsauglýsingum, en sneri baki við auglýsingaiðnaðinum til þess að einbeita sér að afstraktljósmyndun. Hann er staddur á Íslandi þessa dagana þar sem hann vinnur að óvenjulegu verkefni. Í verkefni sínu, sem hann kallar Pieces of Water, leitar hann eftir aðstoð almennings til að búa til myndtákn eða sjálfsmyndir. Með því að framkalla myndirnar beint á svarthvítan ljósmyndapappír, og sjá myndina framkallast með þar til gerðum ljósmyndavökvum, auk þess sem hann blandar vatni og öðru saman við, verður útkoman einstök.

Allir geta tekið þátt í verkefninu en Lynch hefur aðsetur á Kex hosteli. Það er einmitt tilgangur verkefnisins. Allir eru velkomnir og Lynch leiðbeinir þeim sem taka þátt í því, en myndirnar sem búnar eru til verða svo hluti af sýningunni.

Heimasíða Jeremy:

http://www.jeremylynch.de/

Facebook

https://www.facebook.com/events/749599008408280/

https://www.facebook.com/pages/Platform-for-Abstract-Photography/190850714283270

SHARE