Kanadíski ljósmyndarinn Janice Yi sem sérhæfir sig í brúðarmyndatökum og portraitmyndum er að leita að pörum vegna myndatöku í og við Reykjavík. Myndatakan er parinu sem Janice velur að kostnaðarlausu.

Janice kom fyrst til Íslands í júní 2013 og það var ást við fyrstu heimsókn. Hún verður aftur á landinu í mars nk., nánar tiltekið 7. – 11. mars. Ef að þú hefur áhuga á myndatöku getur þú fyllt út form á heimasíðu Janice hér eða sent henni tölvupóst á janice[at]janiceyiphotography.ca

Janice segir á heimasíðu sinni að hún leitist við að skapa myndir sem eru rómantískar, nánar og raunsæjar. Þær eigi jafnframt að sýna hver módelið er, tengsl þess við þá sem eru því nánastir og ástina sem þau deila. Ekki sé mikið um pósur, myndatakan sé fremur afslappandi og skemmtileg.

Brúðarmyndir Janice má sjá hér og aðrar paramyndir hér 

myndatakarvk

SHARE