Kanilsykurs múffur – Uppskrift

 

Hverjum finnast múffur ekki góðar?

Er einhver sem ekki vill kanilsykur smákökur? Þær verða ennþá betri ef maður bakar múffur úr deiginu og stráir yfir þær kanelsykri! 

 

Kanilsykur múffur

 

Í þessari uppskrift eru u.þ.b. 24 múffur

Efni:

 • 1 bolli smjörlíki
 • 1 bolli sykur
 • 2  egg
 • 2 tsk. vanilludropar
 • 230 gr.  rjómaostur
 • 2-1/4 bolli hveiti
 • 3/4 tsk. lyftiduft
 • 3/4 tsk. matarsóti
 • 1/2 tsk. salt
 • 1/4 bolli súrmjólk
 • 2/3 bolli sykur
 • 2 matsk. kanill

Aðferð:

 1. Hitið ofninn upp í 180˚ C.
 2. Hrærið saman smjörlíki og einum bolla af sykri. Bætið eggjum, vanillu og rjómaosti saman við. Hrærið.
 3. Blandið saman í skál hveiti, lyftidufti, matarsóta og salti.
 4. Látið þurrefni og súrmjólk út í smjörhræruna, blandið vel.
 5. Blandið sykri  og kanil í litla skál.
 6. Setjið deigið með skeið í múffuform og stráið kanelsykri yfir.
 7. Bakið u.þ.b. 15 mínútur.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here