Kanilterta – Uppskrift

Kanilterta

250 gr sykur
250 gr smjör eða smjörlíki
2 egg
250 gr hveiti
3-4 teskeiðar kanill
Sykur, smjör og egg er hrært vel saman áður en þurrefnum er bætt við. Hveiti og kanill sett útí og hrært saman.

Deiginu er smurt þunnt á botn hringlaga tertuforms en þessi uppskrift gerir 5-6 lög, bakað við 180 gráður hita í stutta stund, eða u.þ.b. 5 mínútur eða ögn skemur.

Þeyttur rjómi er settur á milli laga og honum sprautað fagurlega á jaðrana.Stundum hafðir súkkulaðispænir saman við rjómann og
sett bráðið súkkulaði yfir efsta lagið.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here