Kannt þú að græja þig fyrir hálendið?

Nokkur ráð fyrir óvana fjallagarpa í léttum dagsferðum.

Næring

Mikil orka fer í að ganga um fjöll og firnindi og því gríðarlega mikilvægt að huga vel að þeirri orku sem þú veitir líkama þínum í slíkum ferðum. Ef þú ert í leið í dagsferð eða ert að hafa til nesti í bakpokann fyrir dagsgöngu í lengri ferð á fjöllum, skaltu ganga í skugga um að þú hafir næringu fyrir hvern matmálstíma sem er á þeim tíma sem þú gengur og gakktu úr skugga um að þú hafir einnig skyndiorku meðferðis ef orkan þín fer að dvína inn á milli máltíða. Margir hugsa með sér að gott gæti verið að vera með einhvers konar sælgæti meðferðis, en öll orka sem inniheldur þrúgusykur gefur þér enn hraðara orkubúst. Vatnsbrúsi er algjört þarfaþing og er mikilvægt að passa upp á að vökva líkama sinn vel. Við eigum það til að átta okkur ekki á því hversu mikinn vökva við töpum á göngu, þá sérstaklega hér á landi, vegna þess að oft er ekki sérlega hlýtt í veðri. Ef þú ert að ganga í miklum kulda er þjóðráð að taka með sér brúsa með heitu vatni svo þú getir annað hvort fengið þér súpu eða kakó á matmálstíma. Langvirkandi kolvetni, svo sem brauð, er einnig tilvalin nestiskostur.

27585 ganga bakpoki

Öryggi

Ekki fara af stað í fjallgöngu án þess að hugsa um forvarnir. Hafðu ávallt með þér hælsærisplástur, heftiplástur, verkjatöflur og jafnvel kæli- eða bólgueyðandi krem. Við vitum oft ekki hvaða verkir eða óþægindi geta komið upp eftir dálitla göngu, en um það leyti ert þú yfirleitt fjarri mannabyggðum og langt frá næstu þjónustu. Hugsaðu einnig um hvað þú myndir vera með í bakpokanum ef þú myndir detta og meiða þig.

Hafðu síma þinn vel hlaðinn og settu hann í nestispoka, sem hægt er að loka vel, vegna þess að fljótt geta skipst á skyn og skúrir á Íslandinu góða. Einhvers konar staðsetningarbúnað er einnig gott að hafa, bæði til þess að vera öruggur um að vita hvar þú ert og til þess að vita hversu langt er til næsta staðar. Ekki er verra að vera með fjölnota verkfæri á borð við Leatherman.

Annað sem er gott að vita

Hafðu meðferðis vindfatnað, því hann bæði vind- og vatnsheldur og vigtar ekki mikið í töskunni þinni. Auka par af sokkum, ef þú blotnar í fæturna, auka plastpoka, vettlinga og vatnshelda hlíf yfir bakpokann þinn.

Þegar þú er að fara í gönguskóna þína, áður en lagt er af stað í gönguna, er gott að setja á sig svokallaðan silkiplástur, sem fæst í apótekum. Þú setur hann á hælana þína, svo sokkarnir og skórinn nuddist ekki harkalega við hælinn. Einnig er þjóðráð að fara í örþunna nælonsokka undir göngusokkana þína til að forðast núning á fótum þínum.

Mjög gott er að hafa göngustafi meðferðis og fást þeir mjög víða á viðráðanlegu verði. Þeir munu koma til með að létta göngu þína svo um munar og síðast en ekki síst geta nokkrar blautþurrkur geta komið sér vel.

SHARE