Kanye West á hvíta tjaldið: Verður í stóru hlutverki í nýrri bíómynd

Kanye West er margt til lista lagt. Að manni virðist. Hann rappar, syngur, dansar, hannar föt og skó, pósar með Kim um víða veröld og nælir sér í hlutverk í bíómyndum. Nýjustu fregnir herma að Kayne komi til með að leika stórt hlutverk í kvikmyndinni Zoolander 2, ásamt þeim Ben Stiller og Owen Wilson.

zoolander_1200x676

Það er víst ekki öll sagan. Ó, nei. Kanye heimtar nefnilega að eiginkona hans fái einnig hlutverk í myndinni. Og segja heimildarmenn breska dagblaðsins The Sun afar líklegt að herra West fái ósk sína uppfyllta.

Kim og Kanye í bíómynd? Er það eitthvað sem þú værir til í að sjá?

Tengdar greinar:

Kanye West mætti í háum hælum á tískuvikuna í París

Brooklyn Beckham er orðinn 16 ára og fékk óvænta gjöf frá Kanye West

Taylor Swift tryllist á dansgólfinu út af Kanye West

SHARE