Kanye West æfur út í Rob Kardashian: Vill ræða við hann undir fjögur augu

Í gær sögðum við frá dramatíkinni sem er að eiga sér stað innan Kardashian-fjölskyldunnar þessa dagana. En Rob Kardashian birti mynd á Instagram þar sem hann ber Kim Kardashian saman við fársjúkan fjöldamorðingja. Nú hefur eiginmaður Kim, skaphundurinn Kanye West, látið í sér heyra. Og hann er svo sannarlega ekki sáttur. Samkvæmt honum mun enginn komast upp með að sýna eiginkonu hans og barnsmóður slíka vanvirðingu. Hvorki Rob eða aðrir meðlimir Kardashian-veldisins. 

Sjá einnig: Manstu þegar Kim Kardashian reyndi að meika það sem söngkona?

rs_634x1024-130621155832-634.KimRobKardashian.jl.062113

Kim & Rob á meðan allt lék í lyndi

Sjá einnig: Nýtt sýnishorn úr 10. seríu af Keeping Up With The Kardashian

Nú hefur Kanye krafist þess að fá að ræða við Rob undir fjögur augu. Að sögn heimildarmanns Hollywood Life, bað Kim eiginmann sinn um að láta þetta mál bara eiga sig. En hann er ekki alveg tilbúinn til þess. Ætlast hann til þess að Rob biðjist opinberlega afsökunar á gjörðum sínum.

Sjá einnig: Kanye West á hvíta tjaldið: Verður í stóru hlutverki í nýrri bíómynd

SHARE