Kanye West vill að Kim Kardashian grennist meira

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian (35) hefur átt í erfiðleikum með að grennast eftir seinustu meðgöngu, að sögn hennar nánustu.

Það sem gerir þetta allt mun erfiðara er að Kanye West hefur verið að „fituskamma“ Kim og láta henni líða illa með sjálfa sig.  Hún vildi ekki einu sinni fara í partý 4. júlí því hún var svo óánægð með sjálfa sig og hún og Kanye rífast stanslaust, samkvæmt heimildarmanni RadarOnline.

33E8ACB100000578-3577785-Family_holiday_While_Kanye_took_care_of_Saint_Kim_Kardashian_loo-a-3_1462606287738

„Kanye talar stanslaust um að hún verði að grennast og hversu flottur líkami hennar hafi verið fyrir barnsburð. Auðvitað er Kim bitur út í hann fyrir þetta,“ segir þessi heimildarmaður. „Hún er alltaf að tala um að hún sé svo feit.“

 

SHARE