Kardashian fjölskyldan sökuð um að bjóða upp á kókaín í útskriftarveislu

Khloe Kardashian fór á Twitter í dag til þess að neita því að boðið hefði verið upp á kókaín í útskriftarveislu Kylie Jenner sem var haldin á dögunum.

Sjá einnig: Kylie Jenner útskrifast með látum

Hin 31 árs gamla Khloé Kardashian setti þetta á Twitter:

Þið þarna búið til hvað sem er. Nei! Enginn var á kókaíni í útskriftarteiti á miðjum degi þar sem unglingar voru viðstaddir og 15 manna tökulið.

Khloe bætti einnig við að Kardashian fjölskyldan væri ekki eins villt og fólk kysi að halda.

Sjá einnig: Kylie Jenner apar eftir systur sinni

Útskriftarveislan var haldin með pompi og prakt á heimili Kris Jenner í Calabasas. Fjölskyldan var mætt til að fagna með Kylie en kærasti Kylie, Tyga, var einnig á meðal gesta.

Því miður var ekki meira húllum hæ í útskriftarveislunni heldur en nokkur jello skot.

Sjá einnig: Brúnar varir a la Kylie Jenner

Kylie-Jenner

 

SHARE