Kardashian systirin er ekki á leið að skilja við eiginmann sinn

Nokkrar konur hafa stigið fram undanfarnar vikur og sagt frá meintu framhjáhaldi Lamar Odom sem, eins og glöggir aðdáendur vita er eiginmaður Khloe Kardashian.
Kris Jenner, móðir Khloe hefur stigið fram og komið Lamar til varnar en hún segir að hjónin séu ekki á leiðinni að skilja. Kris segir að skilnaður hafi aldrei komið til umræðu hjá hjónunum og Khloe stendur með eiginmanni sínum í einu og öllu. Slúðurmiðlar hafa greint frá því að Khloe hafi sótt um skilnað en það er ekki rétt samkvæmt TMZ.com.

 

Kris segir að Khloe og eiginmaður hennar hafi heimsótt hana fyrir tveimur dögum og allt hafi verið í fínu standi hjá hjónunum. Hjónin hafa hingað til ekki tjáð sig um ummæli kvennanna sem segjast hafa haldið við Lamar en eitt er á hreinu, þau eru enn gift og ætla sér ekki að skilja.

 

Khloe hefur verið dugleg að birta myndir af þeim hjónum á Instragram upp á síðkastið og tilgangur hennar er hugsanlega að láta fólk vita að allt sé í góðu lagi í hjónabandinu þrátt fyrir slúðurfregnirnar. Það verður svo að koma í ljós hvort eitthvað er til í því sem konurnar segja en það er eflaust erfitt að þurfa að hlusta á ókunnugar konur ræða um meint framhjáhald eiginmannsins
.

SHARE