Eins og fjölmargir vita var ofurfyrirsætan og raunveruleikastjarnan, Kendall Jenner, ein af englum Victoria´s Secret í ár og tók þátt í sýningu undirfatarisans sem fór fram í gærkvöldi. Foreldrar Kendall, þau Kris og Caitlyn Jenner, voru á meðal áhorfenda en systur hennar fjórar voru hins vegar hvergi sjáanlegar og kom það mörgum á óvart.
Sjá einnig: Kylie Jenner stal senunni í afmælinu hennar Kendall Jenner
Samkvæmt heimildarmanni New York Daily News bað Kendall systur sínar, þær Kim, Khloe, Kourtney og Kylie, að halda sig fjarri.
Ég er undir mikilli pressu og pressan verður ennþá meiri með alla fjölskylduna í salnum. Ég gaf mömmu og pabba grænt ljós á að koma. Það er alveg nóg. Álagið á mér er mikið og það myndi reynast mér ofviða að vita af öllum systrum mínum á meðal áhorfenda.