Kári Sverriss leitar að módelum fyrir viðkvæmt málefni

Kári Sverriss ljósmyndari, sem við höfum áður fjallað um og má lesa hér HÉR, hefur verið valinn til að sjá um spennandi góðgerðarverkefni fyrir Skin Care For All  af hinum virta háskóla London College Of Fashion

Kári segir að tilgangurinn með verkefninu sé að vekja athygli á fordómum gagnvart þeim sem haldnir eru ýmsum húðkvillum og einnig því að allir einstaklingar eru jafnir, óháð útliti. Einnig stendur til að hrinda af stað fræðslu í þróunarlöndum þar sem minni þekking er á réttri húðumhirðu sem getur komið í veg fyrir húðsjúkdóma og vandamál tengd hörundi.

Kári leitar nú eftir: 

Nokkrum fyrirsætum í myndatöku fyrir erlent verkefni.

Ert þú örugg(ur) fyrir framan myndavél? Kári er að mynda fræðsluverkefni er fyrir  góðgerðarsamtökin Skin Care For All en myndaserían sjálf snýst um ólíka húðumhirðu og þurfa þær fyrirsætur og leikarar sem taka þátt í verkefninu að vera ófemin og örugg fyrir framan myndavélina. 

Kári hvetur alla þá einstaklinga sem eru með húðsjúkdóma og eiga í erfiðleikum með hörundið að taka þátt í verkefninu með því að hafa samband, en markmið samtakanna er að veita fræðslu og einnig að vinna bug á fordómu í garð þeirra sem eru með húðsjúkdóma.

Val á fyrirsætum er afar fjölbreytt og er því ekki verið að skima eftir ákveðnu útliti, heldur ólíkum vandamálum sem vert er að vekja athygli á og tengjast húðsjúkdómum og vandamálum tengdu hörundi.

Sjálfur segir Kári:

Þessi myndasería er hönnuð fyrir góðgerðarsamtök, því er ekki greitt fyrir verkefnið, en ég lofa fallegum myndum og góðum félagsskap.

Mig vantar einnig eineggja tvíbura í kringum 10-14 ára (stelpur) fyrir verkefnið.

Verkefnið verður tekið dagana 29 – 31 júlí og 5 – 8 ágúst. ,en ekki þarf að vera alla dagana.

Ef þér langar að láta gott af þér leiða eða getur bent á einhvern sem þú telur hæfa/n í þetta verkefni þá sendu þeim Kára og Alexöndru tölvupóst á karisverriss@gmail.com eða alexandrasteinunn@gmail.com

Hér getur þú kynnt þér starfsemi góðgerðarsamtakanna Skin Care For All 

SHARE