Karlkyns áhrifavaldur fær sér sílikonbrjóst

Hinn Kólumbíska fyrirsæta og áhrifavaldur, Yeferson Cossio, kom fylgjendum sínum á óvart þegar hann fékk sér brjóstapúða á dögunum. Yeferson er með svakalegan fjölda fylgjenda á samfélagsmiðlum eins og Instagram, Facebook og Tik Tok. Hann er þekktur fyrir allskonar skemmtilega hrekki og grín en nú hefur hann alveg gengið fram af fylgjendum sínum.

Sjá einnig: Þau eru 19 ára og eiga tvö pör af tvíburum

Yeferson gerði veðmál við López, vin sinn og sá sem tapaði átti að fá sér fyllingar. „Ég hef engar áhyggjur samt. Ég er nú þegar búin að tala við lækninn og hann hefur sagt mér hvernig við getum gert þetta með sem minnstum skaða. Ég verð með fyllingarnar í þrjá daga og svo læt ég taka þær úr. Örið verður lítið og ég læt svo húðflúra yfir þau,“ sagði Yeferson á Instagram. Það endaði með því að López vann veðmálið en Yeferson ákvað samt að fara í brjóstastækkun og fóru þeir því báðir.

Sjá einnig: „Þú stendur þig vel miðað við konu“

Hér er svo hægt að sjá myndband af því þegar Yeferson sýnir brjóstin á Instagram

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here