Karlmaður hefur eytt milljónum til þess að líkjast Kim Kardashian

Já það er flest til í þessari veröld. Hinn 23 ára gamli Jordan James Parke tók þá ákvörðun að reyna að líkjast raunveruleikastjörnunni, Kim Kardashian, eftir að hafa séð hana í Keeping Up with the Kardashians fyrir nokkrum árum.

jordan-james-kim

Hann hefur eytt tæpum 20 milljónum í allskonar aðgerðir til þess að breyta útliti sínu til þess að líkjast Kim. Hann hefur látið bæta í varir sínar um 50 sinnum, látið húðflúra á sig augabrúnir, farið í botox og farið í varanlega háreyðingu. Auk þess hefur hann gert sitt besta til að eiga alveg eins föt og Kim.

274164-01e2f9f0-8638-11e4-bf87-d1f7005bd55e

jordjames-600x600

 

Jordan, sem er förðunarfræðingur, segist hafa verið með Kim á heilanum í mörg ár: „Húðin hennar er fullkomin og hárið líka, allt við hana er fullkomið. Ég er orðin háður því að láta fylla í varirnar á mér, því stærri því betra. Mér hefur aldrei liðið eins vel með sjálfan mig. Ég hlæ þegar fólk reynir að móðga mig og segja mér að ég liti út eins og plastdúkka. Halda þau að ég sé að reyna að líta náttúrulega út? Ef ég hefði stefnt að því, myndi ég heimta að fá endurgreitt,“ segir Jordan.

jordan-600x600

Hann segist vera mjög spenntur fyrir næstu aðgerð sem hann ætlar að fara í, en hann ætlar að fara í nefaðgerð til að láta nef sitt líkjast nefinu á Kim.

james-600x600

 

Hér er svo Jordan þegar hann var lítill

2421CA0400000578-2878560-image-a-18_1418873119894

 

SHARE