Karlmaður tók þungunarpróf og fékk jákvætt! – Var með æxli í hægra eista

Karlmaður póstaði mynd á Reddit, af þungunarprófi sem hann hafði tekið, til gamans, og sýndi prófið jákvæða niðurstöðu, þ.e.a.s. hann fékk tvær línur eins og koma þegar konur eru þungaðar.
Viðbrögðin við myndinni voru mikil en fólk skrifaði að hann þyrfti að fara til læknis, því raunin er sú að ef karlmenn fá jákvæða niðurstöðu á þungunarprófi getur það gefið vísbendingu um að viðkomandi sé með krabbamein í eistum.
Þungunarpróf sem þessi greina magn hormónsins „human chorionic gonadotrophin“ í þvaginu og í örfáum eistnakrabbameinum er þetta nákvæmlega sama hormón.
Í gær póstaði svo sami maður á síðuna að hann hafi farið til læknis og þá kom í ljós að hann var með lítið æxli í hægra eista. Hann var hinsvegar mjög heppinn því æxlið var ekki orðið mjög alvarlegt svo það verður hægt að fjarlægja það.
SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here