Karlmenn með lítið magn testesteróns eiga frekar á hættu að vera þunglyndir.

Samkvæmt nýlegri rannsókn við háskólann í Vestur-Ástralíu gætu eldri menn sem eru með frekar lítið af karlhormóninu testósterón lent í því að verða þunglyndir. 

Um 4000 karlar á aldrinum 70 ára og eldri voru rannsakaðir og leiddi rannsóknin í ljós að þrisvar sinnum fleiri af þeim sem voru með minnst testósterón voru þunglyndir en hinir sem höfðu mesta magnið.

Vísindamenn grunar að hormónið hafi mikil áhrif á efnabúskap heilans.

 Það ætti ekki að koma á óvart að lítið testosterone gerir mann dapran.   Professor David Kendall
háskólanum í  Nottingham

Rannsóknir benda til að konum er hættara við þunglyndi fram að 65 ára aldri en þá jafnast munurinn næstum alveg.

Testósterón magnið minnkar með aldrinum en munur milli manna er mjög mikill.

Teymið í Ástralíu rannsakaði  3,987 karla,  70 ára og eldri. Allir undirengust þeir blóðrannsókn og tóku próf til að kanna hvort þeir væru þunglyndir. Af hópnum voru 203 greindir með þunglyndi.  Þeir höfðu marktækt minna af testósteróni en hinir sem ekki voru þunglyndir  og einnig svokölluð frjálsu testósteróni, sem er sú gerð testósteróns sem ekki er í sambandi við eggjahvítuefnin.

Rannsakendur  litu því næst á ýmsar breytur sem voru líklegar til að hafa áhrif á niðurstöður, eins og menntun og líkamsfitu.  Þeir komust að því að þeir sem voru með allra minnst af frjálsu testósteróni voru þrisvar sinnum líklegri til að vera þunglyndir en hinir sem höfðu mest. Þeir sögðu þörf vera á ítarlegri rannsóknum svo að hægt væri að staðfesta niðurstöður þeirra.

En þessi rannsókn vekur vonir til þess að hægt verði að meðhöndla þunglyndi í eldri körlum með því að auka testósterónið í blóði þeirra.

Aukin hætta á dauðsfalli

Fyrri athugun á 800 körlum yfir fimmtugu leiddi í ljós að að þeir sem voru með lítið testóstreón voru á átján ára tímabili í þriðjungi meiri áhættu að deyja en hinir sem voru með meira testósterón.

Hinir fyrrnefndu virðast mun líklegri til að vera með ýmis hjarta- og æðakerfis vandamál en þeir síðarnefndu.  Einnig var sykursýki algengari í fyrri hópnum en þeim siðari.

Vel gæti verið að karlar sem hafa lítið testósterón gætu verið óvarðir fyrir þunglyndi af því að líklegt er að þeir séu ekki við góða heilsu.

Áströlsku rannsakendurnir ályktuðu þó að fullnægandi skýringar lægu ekki fyrir og eitthvað annað  hlyti líka að koma til.

Körlum með Alzheimer sjúkdóminn á byrjunarstigi hefur einnig verið hjálpað með testósterón gjöf.

Rannsóknir sýna að testósterón í blóði karla á öllum aldri fer minnkandi.

Prófessor David Kendall sem er sérfræðingur í lyfjafræði við háskólann í  Nottingham segir að vitað sé um mjög margt sem sýnir fram á testósterón sé tengt andlegu ástandi.    Bændur hafa t.d. frá örófi alda gelt dýr sín til þess að gera þau rólegri og viðráðanlegri.  Rannsóknir sem hafa verið gerðar á dýrum hafa líka sýnt fram á að þegar eistun hafa verið fjarlægð hætta efni í heilanum sem vinna gegn þunglyndi að flæða. Það ætti ekki að koma okkur á óvart að lágt testósterón hefur áhrif á skaphöfnina, segir hann.

“Það er tiltölulega einfalt að veita tesósterón meðferð vissum hópum eldri karla sem þjást af þunglyndi og framleiða lítið af kynhormóni. ”

Professor Stafford Lightman, hormónasérfræðingur við Háskólann í Bristol varar við því að álykta að þunglyndi í eldri körlum sé einungis vegna lítils magns af testósteróni í blóðinu. Mjög margt getur verið að hrjá fólk, sérstaklega eldra fólk og varar við að einangra eitthvað eitt atriði sem allsherjar skýringu. Ég tel, segir hann að magn testósteróns geti verið ein af fjölmörgum ástæðum fyrir þunglyndi en líklega ekki veigamikil ástæða.

 

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here