Karlmenn kryfja fimm ólík tungumál ástarinnar til mergjar

Svarið er já. Karlmenn eru næmar tilfinningaverur, elska af einlægni, eiga ekki í erfiðleikum með að sýna langanir sínar en nálgast umræðuefnið á allt aðra vegu en konur. Þess utan hefur ástin óteljandi birtingarmyndir og hvernig við gefum og þiggjum er undir einstaklingnum komið.

Þetta segja og útskýra vitleysingarnir sem sjá má í myndbandinu hér að neðan og fara gersamlega á kostum í stuttum þætti sem þeir halda úti og hefur verið í loftinu um talsvert skeið. Það sem skemmtilegast er, eru hlutverkaskipti þeirra og samspil – en mennirnir sem skeggræða eðli ástarinnar heita Rhett og Link og eru heimsfrægar YouTube stjörnur.

Þeir halda úti einni af stærstu YouTube rás í heimi og senda út nýjan þátt hvern einasta mánudagsmorgunn. Eru báðir verkfræðingar að mennt en sögðu upp nýfengnum störfum fljótlega að loknu námi til þess að skapa aukið svigrúm til að geta veitt skapandi hugmyndum aukið rými til framkvæmda. Eru ríflega þrítugir að aldri, harðgiftir menn og sérfræðingar í málefnum hjartans, ef marka má nálgunina sem þeir velja. Þessir strákar hafa á auðmýktinni, fáránlega nettu skopskyni og fræðandi spjallþáttarbrotum sigrað hug og hjörtu fólks um allan heim.

Seríurnar eru orðnar fimm talsins og spannar hver þeirra frá 60 og upp í 130 þætti þar sem þessir hugljúfu vitleysingar fara algerlega á kostum fyrir framan myndavélina, en það er fátt sem þeir Rhett og Link láta sér óviðkomandi.

Þeir félagar lönduðu 22 sæti á eftirsóttum lista Business Insider sem spannaði auðugustu skapandi einstaklinga í auglýsingageiranum árið 2012 og gengu til liðs við the Collective, sem er fjölmiðlafyrirtæki í Los Angeles í september það sama ár.

Þátturinn, sem ber heitið Good Mythical Morning, er aðaltekjulind þeirra Rhett og Link og í raun það eina sem þeir starfa við í dag. Og hafa gert um talsvert skeið ef út í það er farið.

En um hvað fjalla þættirnir eiginlega?

Til að mynda um ástina. Rhett og Link hafa farið hamförum í myndveri á hugarfluginu einu saman, með kaffibolla og kærleikann að leiðarljósi. Í þættinum hér að neðan taka þeir til dæmis á tungumáli ástarinnar, en samkvæmt Rhett og Link eru tungumál ástarinnar fimm talsins og hafa gerólíkar birtingarmyndir.

Á Wikipedia er að finna ágæta og fræðandi grein um þá félaga, en hér fer aftur á móti mánudagsspjall Good Mythical Morning um eðli ástarinnar:

SHARE