Kate Middleton sést nota vöru úr Zara

Munið þið eftir því þegar við vorum yngri og allar þessar „scrunchie“ teygjur, hárbönd og slaufur voru í tísku? Auðvitað eru þessir hlutir allir komnir aftur! Ef maður hefði nú bara sett þetta allt á góðan stað og ekki hent þeim væri maður í góðum málum.

Kate Middleton fylgir auðvitað tískunni og þegar hún mætti á Royal British Legion Festival og Rememberance var hún glæsileg að vanda. Hún mætti ásamt Meghan Markle, svilkonu sinni, og öllum hinum í fjölskyldunni. Eyrnalokkar Kate eru úr safni drottningarinnar, skórnir frá Jimmy Choo, taskan frá Alxander McQueen og spöngin er úr Zöru og kostar 30 dollara.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here