Vilhjálmur Bretaprins fylgdist með rugbyleik í Twickenham um helgina ásamt Kate Middleton, eiginkonu sinni og Harry bróður sínum. Prinsinn hafði vart augun af eiginkonu sinni á meðan leiknum stóð. Þau hvísluðust á, föðmuðust og kysstust eins og enginn væri að horfa. Það er ekki langt síðan að bandarískir slúðurmiðlar héldu því fram að hið konunglega hjónaband væri í miklum vandræðum. Ef marka má þessar myndir hefur lítill sannleikur verið í því slúðri.
Sjá einnig: Það eru allir að missa sig yfir nýju klippingunni hennar Kate Middleton