Kate Moss gerir allt vitlaust í London – Myndir

Nýjasta fatalína Kate Moss fyrir Topshop var kynnt í aðalverslun Topshop á Oxford Street í London í dag.  Mikið öngþveiti myndaðist fyrir utan búðina enda voru mörg þúsund af dyggustu aðdáendum Kate samankomnir til að reyna að bera hana augum.

Fatalínan lendir í 346 öðrum Topshop búðum í 41 landi á morgun og þar á meðal á Íslandi. Kate Moss sótti innblástur fyrir línuna í eigin fataskáp en fatastíll Kate er talinn vera blanda af „vintage“ og afslöppuðum klæðnaði.

Sérstök einkaopnun og kvöldverður var haldið fyrir vini, ættingja og stuðningsaðila en Naomi Campbell, Sienna Miller og Cara Delevingne voru á meðal gesta kvöldsins.

Hér má sjá myndir.

SHARE