Katy Perry og Kim Kardashian í glimrandi gír á tískuviku í París

Eigum við kannski frekar að segja ,,Katy Perry og júllurnar á Kim Kardashian…” , þær eru jú aldrei langt undan. Enda ljómandi fínt par af júllum, ef svo má að orði komast. Dýrar í rekstri eins og lesa má betur um hérna. 

Kim-Kardashian-Katy-Perry-Paris-Fashion-Week-Photos

Kim hefur verið ótrúlega áberandi á tískuvikunni í París. Ljóst hárið. Hvert ögrandi dressið á fætur öðru. Opinbert káf á Kanye. Og öfugt. Hún veit hvað fær hjarta slúðurpressunnar til þess að slá ótt og títt. Við getum gefið henni það.

Kim-Kardashian-Katy-Perry-Paris-Fashion-Week-Photos (1)

Þremeningarnir gerðu sér glaðan dag á sýningu Givenchy á sunnudag. Þau sátu að vísu ekki saman en hittust í hressilegt spjall og myndatökur að lokinni sýningu.

Kim-Kardashian-Katy-Perry-Paris-Fashion-Week-Photos (3)

Kim horfir ástleitnum augum á eiginmanninn. Hann horfir út í loftið og skartar sínum eina svip.

Kim-Kardashian-Katy-Perry-Paris-Fashion-Week-Photos (2)

Kim-Kardashian-smiled-her-mom-Kris-during-show

Mama Jenner var að sjálfsögðu á svæðinu líka. Slétt og fín.

Kim-Kardashian-Katy-Perry-Paris-Fashion-Week-Photos (4)

Fínt þetta par.

Tengdar greinar:

Kim Kardashian í ögrandi og afar þröngum samfestingi á Brit-verðlaununum

Kim Kardashian notar barnið sitt sem fylgihlut

Átti Kim Kardashian ljótasta dressið á tískuvikunni í New York?

SHARE