Kate Winslet grætur gleðitárum fyrir Leo vin sinn

Þau hafa verið perluvinir frá því að þau léku saman í Titanic fyrir tæpum 20 árum, en Kate Winslet var svo gríðarlega stolt af Leo sínum að hún felldi tár þegar fékk sín fyrstu Óskarsverðlaun í hendurnar fyrir besta leikarann í aðalhlutverki í kvikmyndinni The Revenant.

Sjá einnig: „Börnin mín búa hjá mér og þannig er það!!“ – Kate Winslet á 3 barnsfeður

Leo var sá eini sem fékk að ljúka við þakkarræðu sína og gafst einnig tækifæri á því að brýna fyrir almúganum mikilvægi þess að sporna við hlýnun jarðar og standa saman á móti þeim fyrirtækjum sem menga einna mest.

Þrátt fyrir að Leonardo ferðist gríðarlega mikið með einkaþotum, sem þekktar eru fyrir að vera sérlega mengunarvaldandi, einbeitir hann sér grimmt að því að vekja fólk til umhugsunar um alla þá mengunarvalda sem eru í heiminum.

Sjá einnig: Hárið á Leonardo DiCaprio gerði allt vitlaust

Kate sjálf rétt missti af verðlaununum fyrir bestu leikkonuna í aðalhlutverki, en rifnaði næstum úr stolti við að sjá einn besta vin sinn vinna loksins sín fyrstu Óskarsverðlaun.

Sjá einnig: Var sagt að sætta sig við hlutverk feitu stelpunnar

31AA114500000578-3453525-image-a-9_1456744857570

31AD2FDB00000578-3453525-image-a-213_1456723574212

31AD7B0800000578-3453525-image-m-245_1456726313093

31AD333100000578-3453525-image-m-212_1456723559140

31AD344800000578-3453525-image-a-229_1456740910151

31ADA12C00000578-3453525-image-a-39_1456738176891

31ADB13700000578-3453525-image-m-31_1456732029789

31AE752500000578-3453525-image-m-40_1456738183917

SHARE