Katrín hertogaynja og Vilhjálmur prins mæta til vinnu á nýjan leik!

Katrín og Vilhjálmur eru mætt aftur til vinnu en þau sýndu þáttakendum í Anglesey´s hlaupinu stuðning í gær með því að mæta og hvetja þáttakendur áfram. Þetta er allt saman hluti af skyldum þeirra en Katrín kom öllum á óvart þegar hún mætti með eiginmanni sínum.

Katrín ætlaði ekki að mæta á viðburðinn en ákvað á síðustu stundu að láta sjá sig og sýna fólkinu í Anglesey þakklæti fyrir þá gestrisni og hlýju sem þau hafa sýnt henni og Vilhjálmi. Katrín er sögð hafa talað um son sinn af mikilli aðdáun. Sonurinn er sagður sofa vel og vera einstaklega vær. Hann dvaldi hjá ömmu sinni, Caroline Middleton meðan foreldrarnir skruppu frá.

Katrín lítur vel út að venju og hún virðist geisla af ánægju.

 

SHARE