Katy Perry: Fékk blindfullan aðdáanda á svið með sér

Söngkonan Katy Perry hefur lagt það í vana sinn að bjóða fáeinum stálheppnum áhorfendum á svið með sér hvar sem hún kemur fram. Það gæti þó hugsast að hún hætti því núna, en söngkonan kom fram á Rock in Rio hátíðinni í Brasilíu um helgina og fékk nokkuð skrautlegan aðdáanda á sviðið til sín – eftir að hafa valið af handahófi úr salnum.

Sjá einnig: Katy Perry fer með nunnur fyrir dómstóla

Aðdáandinn átti í mestu erfiðleikum með að segja til nafns og gerðist svo helst til ástleitin við stórstjörnuna.

Sjón er sögu ríkari:

SHARE