Katy Perry fer til sálfræðings til að vera venjuleg

Katy Perry sagði frá því í útvarpsviðtali á þriðjudag að hún færi til sálfræðings reglulega til að halda sér „venjulegri“ í þessum erfiða tónlistarbransa.

Sjá einnig: Langar að stofna fjölskyldu með Katy Perry

Katy segir að meðferðin hjá sálfræðingnum hafi hjálpað henni við að halda jafnvægi í þessu öllu og líða vel. Hún er komin aftur í stúdíótökur eftir 3 ára frí frá tónlistinni og er í sjóðheitu ástarsambandi við leikarann Orlando Bloom.

 

Sjá einnig: Eru Orlando Bloom og Katy Perry trúlofuð?

Katy segist eiga erfitt með að semja kynþokkafull lög. Hún segist samt hafa náð að koma lagi á blað um daginn sem fjallar um kynlíf. „Ég stunda ennþá kynlíf og ég vil semja lög um allar mínar lífsreynslur,“ sagði þessi flotta söngkona í viðtalinu.

 

SHARE