Katy Perry sýnir aðhaldsbuxurnar

Katy Perry (36) er svo sniðug og fyndin oft á tíðum. Eins og margir vita eignaðist hún sitt fyrsta barn, með Orlando Bloom, í ágúst en var mætt til vinnu 2 mánuðum seinna, en hún er dómari í American Idol.

Katy er ekki feimin við að deila með aðdáendum sínum, því sem hún tekst á við dagsdaglega á Instagram og TikTok. Þetta myndband er of gott til að deila því ekki. Hún byrjar æa að vera voða flott og lætur orðin „power“, „attitude“, „style“, „confidence“ og „sex“ birtast á skjánum.

Sjá einnig: „Þú fékkst eitt verkefni“

Þegar hún nálgast myndavélina rífur hún upp kjólinn og sýnir aðhaldsbuxurnar sínar. Kannski auglýsing fyrir Spanx? En engu að síður fyndið.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here