Keith úr Prodigy tók sitt eigið líf

Það hefur verið tilkynnt að Keith Flint úr Prodigy tók sitt eigið líf á heimili sínu. Hann fannst í snöru að sögn The Daily Mail, aðeins 49 ára gamall.

Í krufningunni stóð að hann hefði látist vegna köfnunar.

Nágrannar Keith hafa sagt frá því að nokkrum dögum fyrir andlátið hafi hann verið úti að skokka. Hann átti í ástarsambandi við Faye Kelbie, 43 ára viðskiptakonu frá Essex.

SHARE