Kelly Clarkson eignast sitt annað barn

Söngkonan með frábæru og sterku röddina, Kelly Clarkson, hefur nú eignast sitt annað barn, soninn Remington Alexander Blackstock. Litli snáðinn kom í heiminn 12. apríl síðastliðinn, en Kelly á fyrir dótturina River Rose, sem er 20 mánaða gömul.

Sjá einnig: Kelly Clarkson grætir alla í American Idol

Kelly segir að þetta sé þeirra síðasta barn, þar sem hún hefur bæði átt í erfiðleikum með að verða ófrísk og meðgöngurnar hafa báðar ekki gengið að óskum. Hún hafði orð á því að eftir fyrri meðgöngu sína gæti hún ekki hugsað sér að ganga með annað barn, en hún er afskaplega hamingjusöm með litla soninn, sem er heilbrigður og flottur drengur.

Sjá einnig: Kelly Clarkson fer með óléttubumbuna í Disney garðinn

 

Svo virðist sem Kelly sé ekkert sérlega hrifin af því að vera ófrísk, enda hefur henni ekkert liðið sérlega vel á meðgöngum sínum og þurfti að fara í margar læknisheimsóknir á þeim tímabilum, svo hún segir þetta allt vera komið gott.

 

 

332E26CD00000578-3540073-image-a-32_1460646081523

332E299200000578-3540073-image-a-34_1460646202809

k

Sjá einnig: Josh Groban og Kelly Clarkson taka dásamlegan dúett

SHARE