Kemur af brotnu heimili – Kærastan hans lést rétt fyrir brúðkaup þeirra

Maðurinn sem situr í lestinni hér á myndinni og les dagblaðið er Keanu Reeves.

Hann kemur frá brotnu heimili. Faðir hans var handtekinn þegar hann var 12 ára fyrir að selja eiturlyf og móðir hans var nektardansmey.

Fjölskyldan hans flutti til Kanada og þar eignaðist hann marga stjúpfeður. Hann horfði upp á kærustuna sína deyja. Þau voru að fara að gifta sig þegar hún dó í bílslysi. Áður en það gerðist hafði hún misst ófætt barnið þeirra.

Síðan þá hefur Keanu forðast alvarleg sambönd og barneignir. Hann er einn af fáum Hollywood stjörnum sem eiga ekki stórhýsi. Hann sagði: „Ég bý í íbúð, ég hef allt sem ég þarf á hverri stundu, afhverju að velja tómt hús?“

Einn af bestu vinum hans lést úr of stórum skammti, hann var River Phoenix (bróðir Joaquin Phoenix). Á næstum sama ári og faðir Keanu var handtekinn aftur greindist systir hans með hvítblæði. Í dag er hún læknuð og hann gaf 10 prósent af gróða sínum frá Matrix myndunum til spítala sem meðhöndla hvítblæði.

Á einum afmælisdegi hans, fór hann í litla nammibúð og keypti sér köku og byrjaði að snæða hana einn. Ef aðdáandi labbaði framhjá þá spjallaði hann við þá og bauð þeim köku með sér.

Hann er ekki með lífvörð og hann gengur ekki um í fínum fötum.  Þegar hann er spurður um „Sad Keanu”, svarar hann: „Þú verður að vera ánægður til að lifa, ekki ég.“

Hversu mörg Like á þessi frábæri leikari skilið?

1187177_511689922241291_1623922534_n

SHARE