Kendall Jenner er sögð vera of feit fyrir tískusýningar

Módelið Kendall Jenner hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn í módelheiminum á þessu ári en hún tók þátt í tískusýningum fyrir tískuhús á borð við Tommy Hilfiger og Marc Jacobs á tískuvikunni í New York. Þrátt fyrir að ferill hennar sé hraðri uppleið hefur stúlkan ekki átt sjö dagana sæla en sá orðrómur fór af stað að fyrir nokkru að fyrirsætan hafi verið lögð í einelti af hinum fyrirsætunum á tískuvikunni í New York.

Ástralska slúðurtímaritið Famous birti mynd Kendall þar tímaritið var búið klippa eða „photoshoppa“ appelsínuhúð á lærin á henni. Fyrirsögnin sem fylgir forsíðumyndinni segir síðan að Kendall sé of feit fyrir tískusýningar. Í tímaritinu má síðan lesa frétt þar sem því er haldið fram að stúlkan sé miður sín eftir að henni var sagt að létta sig um 8 kíló.

Þar sem stúlkan er nú þegar búin að taka þátt í tískusýningum fyrir mörg af stærstu tískurfyrirtækjunum er líklegast engin pressa á stúlkunni að grenna sig enda er hún hin glæsilegasta.

425_kendall_jenner_famous

Kendall-Jenner-Tommy-Hilfger

SHARE