Kendall Jenner fyrir Calvin Klein

Þá hefur hulunni verið svipt af nýjustu auglýsingaherferð tískurisans Calvin Klein. Það eru súpermódelið Kendall Jenner og Simon Nessman sem sitja fyrir á myndunum teknum af ljósmyndarann Alasdair McLellan. Calvin Klein tóku sniðugt skref í fyrra þegar stjarnan Justin Bieber var andlit herferðarinnar ásamt Lara Stone. Myndirnar fengu gríðarmikla athygli og #mycalvins æðið tröllreið öllu á Instagram. Kendall sem er meðlimur Kardashian klíkunnar mun eflaust líka gera gott mót fyrir Calvin Klein en Kendall hefur 21.8 milljón fylgjendur á Instagram.

215

Sjá einnig: Kendall Jenner: 19 ára og á íbúð sem kostar 186 milljónir

mti5mdm2ndewmtgymjewodm0

Sjá einnig: Justin Bieber og Kendall Jenner í Vouge

mti5mdm2ndewnduwnje5mdex

Sjáðu fleiri myndir á vefsíðu nude-logo-nytt1-1

SHARE