Kendall Jenner: ,,Kylie er bæði drusluleg og fáránleg”

Nýjustu fregnir herma að það andi verulega köldu á milli Jenner-systranna, þeirra Kendall og Kylie. Samkvæmt Hollywood Life hefur Kendall látið hafa eftir sér að henni þyki yngri systir sín klæða sig eins og drusla og að það sé algjörlega fáránlegt að svona ung kona hafi gengist undir fjölmargar fegrunaraðgerðir.

Sjá einnig: Kylie Jenner (17) búin að fara í 6 lýtaaðgerðir

kendall-jenner-disses-kylie-edgy-clothes-coachella-2015-lead-1

Tímaritið OK!  fjallar einnig um málið og hefur eftir Kylie að ummæli systur hennar séu hlægileg. Hún skýtur fast á systur sína til baka:

Ég klæði mig þó ekki eins og húsmóðir í Beverly Hills

Það verður áhugavert að fylgjast með framhaldinu á þessu rifrildi. Enda hafa systurnar verið óaðskiljanlegar hingað til.

Sjá einnig: Kylie og Kendall Jenner voru skrautlegar á Coachella

SHARE