Kendall Jenner: Lét henda Amber Rose út úr partíi á Coachella

Það hefur sennilega ekki farið framhjá neinum sem býr svo vel að hafa internetaðgang að tónlistarhátíðin Coachella fór fram um helgina. Jenner-systurnar hafa verið afar áberandi á hátíðinni ásamt öðrum stjörnum. Fregnir herma að Kendall Jenner hafi látið henda Amber Rose út úr sundlaugarpartíi á vegum McDonald´s og Chevrolet. En Amber hefur átt í hatrömmum deilum við Kardashian-systurnar um nokkurt skeið.

Sjá einnig: Þær keppast við að fækka fötum á Instagram

460075-52f55cc4-b622-11e4-89a7-658c9eaa89c0

Amber Rose er fyrrverandi kærasta Kanye West.

Að sögn heimildarmanns á vegum InTouch á Amber að hafa plantað sér á svæði í teitinu sem frátekið var fyrir ungfrú Jenner og hennar fylgdarlið. Kendall mætti stuttu síðar á svæðið og var ekki sátt:

No way, this is not happening.

Var Amber beðin um að yfirgefa svæðið med det samme.

Það abbast enginn upp á Kardashian-klanið, það er á hreinu!

Sjá einnig: Þurfti að fara í margar sturtur áður en þau sváfu saman í fyrsta sinn

SHARE