Kennari látin hætta fyrir að „tvörka“

Hin 24 ára gamla Miss Clarissa var til neydd að segja upp vinnu sinni nú á dögunum vegna þess að hún hafði verið að „tvörka“ í sumarfríi sínu.

 

Miss Clarissa var í frí á vinsælum ferðamannastað í Cabo San Luca í tók þar þátt í danskeppni á ströndinni þar sem hún bar sigur úr bítum. Hún vissi sem var að það voru einhverjir að taka dansinn hennar upp, en hún segist ekki hafa átt von á að þetta myndi birtast á netinu.

 

Hér má sjá þetta myndband sem birtist á netinu

 

 

Miss Clarissa talaði við Mexíkóskan fjölmiðil og sagði: „Þetta var danskeppni og hefur ekkert að gera með það hvernig manneskja ég er. Þetta var í mínum frítíma og við lifum á 21. öldinni,“ segir Clarissa og bætir við að hún hafi verið látinn segja upp og hafi ekki haft neitt val.

Foreldrar í skólanum sem Clarissa kenndi við sögðust ekki hafa verið samþykk því að hún væri látin hætta og það hefur meira að segja verið settur í gang undirskriftalisti á netinu á change.org, þar sem þessu er mótmælt.

 

 

SHARE