Kennari og fyrrum nemandi hennar úr grunnskóla eiga 10 ára brúðkaupsafmæli

Hin 53 ára gamla Mary Kay Letourneau var í viðtali hjá Barbara Walters á föstudaginn. Hún mun, í næsta mánuði, eiga 10 ára brúðkaupsafmæli en hún er gift Vili Fualaau. Mary Kay Letourneau er á sakaskrá fyrir kynferðisofbeldi.

Mary Kay kynntist „manni“ sínum þegar hún var 34 ára, gift, fjögurra barna móðir og grunnskólakennari. Vili var 12 ára gamall nemandi við skólann. Þau urðu ástfangin og samband þeirra var kynferðislegt. Fjölskyldumeðlimur þáverandi eiginmanns Mary Kay tilkynnti hana fyrir lögreglu vegna sambandsins við drenginn og fór í fangelsi vegna þess. Mary Kay og Vili eiga, sem fyrr segir, 10 ára brúðkaupsafmæli, í maí og saman eiga þau 16 og 17 ára dætur.


Hér er gamalt viðtal sem Mary Kay fór í, þar sem hún segir frá því hvernig það gerðist að hún varð ástfangin af svona ungum dreng:

https://www.youtube.com/watch?v=kx0dfbv6mAw&ps=docs

SHARE