Kertafleyting við Reykjavíkurtjörn á vegum Barnaheill – Save the children á Íslandi

Annað kvöld, fimmtudagskvöldið 14. mars kl 19:30 munu Barnaheill – Save the Children á Íslandi standa fyrir kertafleytingu við Reykjavíkurtjörn í tilefni þess að á föstudag eru tvö ár liðin frá upphafi uppreisnarinnar í Sýrlandi.
Birgitta Jónsdóttir þingmaður og baráttukona um mannréttindi mun halda stutta tölu við tjörnina og síðan verður einnar mínútu þögn til að minnast þeirra barna sem fallið hafa í valinn eða eiga um sárt að binda vegna átakanna. Seld verða kerti á staðnum til styrktar mannúðarstarfi Barnaheilla – Save the Children í þágu sýrlenskra flóttamanna. Við hvetjum fólk einnig til að skrifa undir áskorun til öryggisráðs Sameinuðu þjóðannahttps://www.savethechildren.net/syria/petition  og taka þátt í kertavöku á netinu.

Nú er staðan þannig að um 2 milljónir barna þurfa á aðstoð að halda. Samkvæmt nýjustu tölum Sameinuðu þjóðanna hafa 940 þúsund manns flúið land, en innan landamæranna þurfa fjórar milljónir neyðaraðstoð, þar af hafa 2,5 milljónir flúið heimili sín. Börn eru að minnsta kosti 52% þeirra sem þurfa á hjálp að halda. Þau eru varnarlaus og hrædd – það er neyðarástand hjá sýrlenskum börnum.

Við hvetjum alla sem vettlingi geta valdið að sýna samtöðu með sýrlenskum börnum í verki og mæta á Reykjavíkurtjörn annað kvöld klukkan 19:30.

Fyrir þá sem ekki sjá sér fært að mæta en langar til að styrkja mannúðarstarfið bendum við á eftirfarandi:

Söfnunarsímanúmerin: 904 1900 (1.900 krónur) og 904 2900 (2.900 krónur)
og bankareikning Barnaheilla – Save the Children á Íslandi: 0327-26-001989 Kt. 5210891059

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here