KETÓ amerískar pönnukökur

Sólveig Friðriksdóttir, kölluð Solla, er 42 ára gömul, 3 barna móðir sem heldur úti Facebook síðu þar sem hún segir frá ketó/lágkolvetna mataræði sínu og deilir uppskriftum bæði fyrir sig og aðra.

Solla var mikið að hreyfa sig fyrir nokkrum árum en var með krónísk bakvandamál sem urðu sífellt verði. „Ég lagðist svolítið í sófann og fór eðlilega að þyngjast. Mamma deyr skyndilega árið 2017 og þá fór ég í algera lægð,“ segir Sólveig okkur. „Ég fór þá að kynna mér þetta mataræði, aðallega vegna þess að ég var orðin svo slæm í maga, alltaf illt og með krampa og vesen.“

Það var svo vorið 2018 sem Solla hendir sér að fullu í Ketó og las sér mikið til. Hún fór ansi fljótt að finna mun á sér og magavesenið nánast hvarf. Hún segir þetta henta sér mjög vel og hún reyni að halda sig að mestu við lágkolvetna og ketó fæði.

Við höfum fengið leyfi til að birta uppskriftir frá Sollu hjá okkur hér á hún.is og erum mjög spenntar fyrir þessu samstarfi. Hér er sú fyrsta:

 

Ég er alltaf að reyna finna góða uppskrift af amerískum pönnukökum til að gera t.d. um helgar eða bara í kvöldmat. Var heima með veikt barn og ákvað að prófa mig áfram bara og gjössovel þessar tókust prýðis vel og enn betur með smjöri og sírópi  (uppskrift sem gerir um 5 stykki sem eru þykkar og djusí og hver pannsa er um 2-3 carbs reiknast mér til)

Uppskrift: 


1 bolli möndlumjöl
4 msk bráðið smjör
1/2 msk ca. MCT olía (eða kókosolía)
2 msk ca. vatn
2 egg
smá salt
1/2 tsk vanilludropar
1/2 tsk lyftiduft
1 msk sæta (ég notaði good good sykur)

Skella öllu í blandara eða matvinnsluvél þar til deigið er alveg smooth og bíða svona 5 mín og steikja á pönnu. ATH þær bubbla ekki svona eins og venjulegar pönnsur þannig passa steikja á miðlungs hita ca 2 mín hvor hlið eða þangað til þér finnst þær tilbúnar. Svo bara njóta.

Smellið endilega einu „like“ á Facebook síðuna Maturinn minn 

SHARE