Keypti kaffi á McDonalds og fann steindauða mús í botninum

Grunlaus, kanadískur karlmaður á miðjum aldri sem tók síðasta sopann úr kaffibollanum átti fyrr von á dauða sínum en steindauðri mús sem hringaði sig í botninum, en sannleikurinn rann upp fyrir vesalings manninum þegar hann tók lokið af og ætlaði að slurka í sig restum.

1413476290711_Image_galleryImage_Ron_Morais_of_Fredericton

Ron varð skelfingu lostinn þegar hann tók lokið af kaffibollanum til að taka síðasta sopann og fann steindauða músina á botninum 

Hinn ólánsami karlmaður heitir Ron Morais, búsettur í New Brunswick, Kanada og hafði keypt sér morgunkaffi á McDonalds eins og hann gerir venjulega á leið til vinnu. Enga hugmynd hafði hann þó um að nagdýrið lægi dautt á botni bollans og kann enga skýringu þar á.

Ég tek alltaf lokið af bollanum áður en ég tek síðasta sopann. Og þegar ég tók lokið af í þetta skiptið þá sá ég svolítið í bollanum sem ég átti bágt með að trúa. Það var dauð mús í kaffibollanum.

Ron bætti því við í viðtali við bandarísku fréttastöðina CBC að svo hefði litið út fyrir að óværugesturinn hefði dvalið um stund í bollanum og skilið nokkrar gjafir náttúrunnar eftir í ofanálag – með öðrum orðum; músin hefði skitið í kaffið áður en hún drukknaði í heitum drykknum.

1413476427410_wps_40_mouse_0005_Layer_10_jpg

Músaskítur flaut um í síðustu kaffilögginni en dýrið skeit í bollann meðan á dauðastríðinu stóð og drukknaði svo í heitum drykknum

Samstarfskona Ron, Jennifer, var með í för þegar hann reif lokið af bollanum og sá hvers kyns var, en hún sagðist hafa haldið að hann væri að ljúga í fyrstu:

Hann sagði mér að það væri mús í bollanum hans og ég sneri mér við og leit á hann. Svo leit ég sjálf ofan í bollann og starði bara. Ég áttaði mig ekki strax á því að músin væri raunveruleg. Ég hélt að hann væri að grínast. Því næst varð ég að athuga hvort það væri í lagi með manninn. Svo varð mér bara flökurt. 

Sjálfur segir Ron að honum verði óglatt í hvert sinn sem hann hugsar til þess hvað hann drakk í raun og veru, en hann þambaði allan bollann áður en hann tók lokið af til að taka síðasta sopann og sá steindautt dýrið í botninum.

McDonalds hefur gefið út formlega yfirlýsingu vegna málsins þar sem fram kemur að Heilbrigðiseftirlitið og meindýraeyðir hafi verið kölluð á staðinn til að rannsaka aðstæður en að engar vísbendingar hafi fundist sem bendi til að meindýr herji á staðinn.

Hér má sjá hryllilega umfjöllun CBC um málið:

SHARE