Keyptu Maríu litlu þegar hún var ungbarn – Ætluðu að selja hana og gifta við 12 ára aldur

Lögreglan telur að ætlunin hafi verið að gifta Maríu þegar hún væri orðin 12 ára. Hún fannst nýlega í búðum sígauna og víst er að „foreldrar“ hennar hefðu fengið mikla peninga fyrir hana.   

Gríska lögreglan var að gera leit í búðum sigauna þegar hún fann Maríu, litla ljóshærða, bláeyga telpu. Hún líktist ekki á nokkurn hátt fólkinu sem sagðist vera foreldrar hennar. Það er talið víst að ætlunin hafi verið að selja hana einhverjum manni þegar hún næði kynþroska.

DNA rannsókn sem var gerð leiddi í ljós að barnið er ekki skylt hjónunum og hafa þau verið tekin föst og ákærð fyrir barnsrán og skjalafals.

María sem talið er að hafi átt að selja í hjónaband þegar hún yrði 12 ára fannst með Eleftheria Dimopoulou og manni hennar Hristos Salis

Lögreglan álítur að María sé fjögurra eða fimm ára og gangverð fyrir svona stúlku, ljóshærða og bláeyga er mjög hátt í samfélagi sigauna. Hún hefur búið við gott atlæti enda verðmæt fjárfesting.

Hér er María að dansa á skemmtun síðastliðið sumar.

Ljóst er að hjónin létu Maríu dansa og betla.  Þau fengu líka barnabætur með henni.

Nágrannar þeirra segja að þau hafi keypt Maríu af búlgörskum hjónum fyrir einhverja smámuni þegar hún var ungbarn. Lögrelgan rannsakar nú hvort María muni vera eitt af þeim börnum sem glæpahópur hefur verið að ræna í Búlgaríu og af einhverju ástæðum orðið að selja fyrir lítið. Ætlun glæpamannanna var að selja börnin ríkum Grikkjum fyrir offjár.

Verið er að rannsaka skjöl hjá þrem ættleiðingaskrifstofum sem búið er að loka og er þegar búið að fangelsa fólk í tengslum við þá rannsókn.  Annar mannræningjanna, Salis hjálpaði til að benda á höfuðpaurinn!

 

Þá voru þrír sígaunar handteknir á eyjunni Lesbos, grunaðir um að hafa rænt tveggja mánaða barni.

 

 Heimild

 

 

SHARE