Khloe ætlar að fara fram á fullt forræði

Eftir að hin ófríska Khloe Kardashian komst að því að Tristan Thompson hefði líklega verið henni ótrúr allt samband þeirra, hefur hún verið gjörsamlega miður sín. Hún ætlar að ala barnið upp án hans:

„Khloe ætlar að fara fram á fullt forræði yfir dóttur sinni,“ sagði heimildarmaður RadarOnline. „Hún ætlar líka að fara frá Cleveland eftir fæðinguna og fjölskyldan hennar er hrifin af þeirri ákvörðun.“

Khloe vill ekkert með Tristan hafa og vill helst ekki að barnið þeirra muni einu sinni kynnast honum. „Hún ætlar aldrei að falla fyrir körfuboltaleikmanni aftur,“ segir þessi heimildarmaður.

Khloe hefur ekki tjáð sig neitt um þetta mál allt á samfélagsmiðlum þrátt fyrir að myndir og myndbönd hafi birst af Tristan með starfsstúlku á súlustað í New York, Lani Blair.

 

SHARE