Khloe: “Ég er pottþétt fylgjandi lýtaaðgerðum”

Það nýjasta er að Khloe neitar fyrir að hafa farið í nefaðgerð, en hún segir þó að hún sé fylgjandi lýtaaðgerðum. Henni finnst slíkar aðgerðir vera bara eitt annað verkfærið í snyrtibuddunni.

Það er misskilningur í gangi um að ég sé á móti lýtaaðgerðum, en svo er ekki og mér er alveg sama þó fólk fari í svoleiðis.

Við erum allar að setja á okkur grímu í rauninni á hverjum degi. Þegar þú litar á þér hárið, ertu að breyta þér og mér finnst ekkert að því.

Sjá einnig: Khloe Kardashian: ,,Ég elska klám“

Hún þverneitar fyrir að hafa látið eiga við nefið á sér og segir að ástæða fyrir því að nef hennar virki minna, sé vegna þess að hún hafi grennst og að einn lýtalæknir sem hún þekkir vel hafi sagt henni að slíkt gæti gerst. Hún segir einnig að þegar hún þvær sér í andlitinu virki nef hennar mun stærra.

Hún bætir því við að margir vina hennar hlaupi beina leið til læknisins þegar þau vilja breyta útliti sínu, án þess svo mikið sem hugleiða að fara annað hvort í ræktina eða breyta mataræði sínu.

Sjá einnig: „Það væri draumur“ – Khloe útilokar ekki Lamar

klo

klo2

 

Khloe hefur verið mikið á milli tannanna á fólki vegna þeirra útlisbreytinga sem hafa orðið á henni síðustu árin, en henni er alveg sama um það hvað öðrum finnst.

Sjá einnig: Khloe er spurð út í það hvenær hún missti meydóminn

 

klo1

SHARE