Khloe Kardashian gerir kröfur á Tristan

Tristan Thompson (27) þarf að hætta á samfélagsmiðlum ef hann ætlar að eiga einhvern séns í að geta verið með Khloe (33) sem var að eiga þeirra fyrsta barn. Barnið var skírt Truth sem er í sjálfu sér svolítið kaldhæðnislegt því Tristan hefur verið að halda framhjá Khloe alla meðgönguna.

Khloe vill aðallega að Tristan hætti á Instagram því sá miðill sé fullur af sjóðheitu kvenfólki og fyrirsætum og hún vill ekki að hann hafi aðgang að þeim.

 

Sjá einnig: Finnst Tristan vera að vanvirða Khloe

Khloe er alveg brjáluð yfir því að Tristan sé ennþá á samfélagsmiðlum. Hún hefur sett honum stólinn fyrir dyrnar og segir það skilyrði fyrir því að þau séu saman, að hann eyði Instagram aðgangi sínum

segir heimildarmaður Hollywood Life.

Tristan líður mjög illa eftir að upp komst um framhjáhald hans. Lífið hans hefur verið erfitt og honum líður í alvöru illa með að hafa sært Khloe. Fólk kemur líka öðruvísi fram við hann. Liðsfélagarnir, aðdáendur hans og ókunnugir eru með stæla við hann og koma öðruvísi fram við hann. Honum finnst hann hafa klúðrað málunum algjörlega núna og það er alls ekki gaman að vera hann í dag,

segir þessi heimildarmaður jafnframt.

Sjá einnig: Khloe útskúfuð frá Kardashian klaninu

SHARE