Dyggir aðdáendur Kardashian-fjölskyldunnar ættu að vita að á hverju ári fer fjölskyldan saman í frí en í ár var áfangastaðurinn St. Barts.

Fjölmiðlar hafa elt fjölskylduna á röndum en þessi ferð er líklegast meira fyrir raunveruleikaþáttinn þeirra Keeping Up With The Kardashians þar sem tökuliðið er með þeim í för.

Sjá einnig:Khloe Kardashian er komin í þrusuform

Áður en Bruce Jenner varð Caitlyn Jenner voru hún og börnin hennar vön að fara með þeim í þetta árlega sumarfrí en Robert Kardashian, einkasonur Kris Jenner hefur ekki látið sjá sig í nokkur ár hvorki í þáttunum né þessum ferðum sökum andlegra vandamála.

Khloe Kardashian birti á miðvikudaginn tvær myndir af sér og litlu systur sinni, Kendall Jenner. Systurnar eru afar kynþokkafullar á báðum myndunum en það er augljóst að dugnaður Khloe í ræktinni hefur skilað sínu.

Sjá einnig: Sýnir óunnar myndir af sér fyrir alla „hatarana“

2B8076E700000578-3203853-image-a-93_1440020967332

 

2B80761D00000578-3203853-Khloe_posted_another_photo_with_the_caption_Made_in_KrisJenner_-a-96_1440021079546

SHARE