Khloe vill að Lamar Odom fari aftur í meðferð

Lamar Odom er farinn að drekka aftur og hefur það fallið í grýttan jarðveg hjá Khloe Kardashian.

Khloe vill gera hvað sem er til þess að Lamar fari aftur í meðferð vegna fíknar sinnar en hann spyrnir við fótum. Heimildir TMZ herma að Lamar sé meira en til í að fara í sjúkraþjálfun til að ná upp fyrra formi en neiti því staðfastlega að fara í meðferð. 

Fjölskylda Lamar er á sömu skoðun og Khloe og hafa bent honum á að alkóhólismi sé í fjölskyldunni þeirra en faðir hans sé alki. Enginn, sem er nákominn Lamar, trúir því að hann geti drukkið einn og einn drykk sér að skaðlausu.

Khloe hefur sagt vinum sínum og fjölskyldu að það komi að því að hún muni þurfa að hætta að reyna að bjarga Lamar.

SHARE