Khloe: “Ég tala ekki um pabba minn”

Khloe Kardashian finnst skelfilega erfitt að tala um föður sinn, Robert Kardashian eftir að hann lést úr krabbameini árið 2003 og verður jafnvel reið þegar talað er um hann í návist hennar.

Sjá einnig: Khloe: „Ég er pottþétt fylgjandi lýtaaðgerðum“

Fyrrum eiginkona Robert, Ellen Pierson hélt því fram árið 2013 að Khloe væri í raun ekki dóttir lögmannsins, en það er mál sem Khloe hefur aldrei viljað ræða eða heyra um. Khloe segir að Ellen hafi komið til hennar 10 árum eftir dauða föður hennar og sagt henni að hann hafi sagt henni í trúnaði, að hann grunaði að hann væri ekki faðir hennar. Hún brást harkalega við ummælum fyrrum sjúpmóður sinnar og sagði:

Hlustaðu… Þú getur talað um mig og systur mínar eins og þú vilt… Ekki tala um pabba minn, hann er ekki hér.

Mikið hefur borið á þeim sársauka sem Khloe hefur í hjartanu sínu vegna söknuðar og deildi hún nýverið myndum og nokkrum línum nýverið í tilefni afmælis hans, en hann hefði orðið 72 ára. Mikið umtal hefur verið vegna getgáta síðustu árin um hver sé í raun faðir hennar, en hæst hefur þó verið talað um að það sé fyrrum vinur fjölskyldunnar O.J. Simpson.

Sjá einnig: Khloe Kardashian: ,,Ég sakna þín“

Engu að síður hefur Khloe reynt sitt besta að forðast það málefni, hvar sem hún stígur niður fæti, því fyrir henni á hún bara einn pabba og það er Robert Kardashian. Hún deildi afmæliskveðju í tilefni afmælis hans með þessum orðum:

Til besta manns sem ég hef þekkt, til hamingju með afmælið pabbi. Ég sakna þín, ég sakna þín, ég sakna þín… Ég vildi að við ættum fleiri myndir saman.

Sjá einnig: Khloe: „Frelsum kameltána!“

khlo2

320330B200000578-0-Khloe_paid_tribute_last_month_to_her_father_on_what_would_have_b-a-8_1457488275559

320330B600000578-0-image-a-9_1457488287845

deila

SHARE