Kim Cattrall er ekki hrifin af herra Grey

Leikkonan Kim Cattrall, sem er best þekkt fyrir leik sinn í Sex and the City, er ekki ánægð með valið á leikaranum sem fór með hlutverk herra Grey í bíómyndinni 50 Shades of Grey. Hinn 32 ára gamli Jamie Dornan fer með hlutverk herra Grey en Kim segir að hann líti út eins og ungur strákur.

Hann lítur út eins og ungur strákur. Ég vil að karlmenn líti út eins og karlmenn.

Kim hefur engan áhuga á að sjá bíómyndina en eftir að hafa séð sýnishorn úr henni vissi hún að myndin heillaði hana ekki neitt.

Kim, sem er 58 ára, sagði í viðtali við The Independent að hún heillaðist meira af mönnum eins og Brendan Gleeson.

glamour_fifty-shades-of-play-with-dakota-johnson-and-jamie-dornan

Jamie Dornan og Dakota

268623E800000578-2989125-image-m-46_1426045191119

Brendan Gleeson

Tengdar greinar:

Er Sex and the city 3 á leiðinni?

Það sem allar konur ættu að vita um Jamie Dornan – Myndir

Kynþokkafyllstu karlmenn ársins 2015

SHARE