Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian leyfði fylgjendum sínum á Snapchat að fylgjast með þegar hún fór í ræktina í gærdag en Kim hefur verið mjög iðin við líkamsræktina síðan hún átti sitt annað barn seint á síðasta ári. Kim var vel tilhöfð í þessari ræktarferð, förðuð og hárið óaðfinnanlegt. Hún virðist þó ekki telja það móðins að mæta svoleiðis í ræktina en hún setti meðal annars þessar myndir inn á Snapchat:
Sjá einnig: Kim er fúl yfir fyrsta orðinu hans Saint West
Kim er dugleg í ræktinni og árangurinn hefur ekki látið á sér standa.