Kim Kardashian á forsíðu ástralska Vogue

Kim Kardashian hefur aftur ratað á forsíðu Vogue, en í þetta sinn er það ástralska útgáfan en ekki sú bandaríska sem Kim prýddi með eiginmanni sínum, Kanye West.

.

2492918700000578-0-image-m-6_1420925181941

.

Kim, sem er orðin 34 ára gömul, er uppáklædd í snjóhvítan Balmain kjól á forsíðunni og er náttúrulega förðuð – en myndatakan fór fram á ástralskri ströndu og í þetta sinnið var Kanye víðsfjarri. Í viðtalinu sem fylgir inni í blaðinu segist Kim meðal annars hafa sterkar skoðanir á uppeldi dóttur sinnar og að hún hafi af því ákveðnar áhyggjur hversu erfitt það er fyrir barnið að alast upp undir stöðugu áreiti myndavéla.

.

032674-88396842-97a2-11e4-b380-6759e7d08be1

.

Hún er sterkur einstaklingur og verður ákveðin, ung kona þegar fram í sækir.

Þó segist Kim njóta sviðsljóssins sjálf og að henni þyki gaman að deila lífi sínu með heimsbyggðinni.

screen-shot-2015-01-11-at-8-39-14-am

Þó vildi ég stundum óska að við fjölskyldan gætum fengið örlítið meira næði, dóttur okkar vegna. En þetta er bara svona. Og hún verður einbeitt og meðvituð ung kona.

Þá segir Kim örlaganornirnar hafa verið henni hliðhollar og að hún sé afar sátt í dag. Reyndar er engu líkara en að Kim sé það hamingjusöm að hún sé á barmi þess að bresta í grát …

Ég elska líf mitt og ég gæti ekki verið sáttari. Ég er vel stödd í augnablikinu.

.

032646-8382585e-97a2-11e4-b380-6759e7d08be1

.

Eðlilega berst talið einnig að hjónabandinu og segir Kim að langavarandi vinátta þeirra Kanye, sem spannaði heilan áratug áður en þau felldu loks hugi saman hafi gert gæfumuninn í hjónabandinu og byggt traustan grunn að framtíð þeirra saman:

Við erum mjög náin og eigum sterka vináttu; við vitum bókstaflega allt um hvort annað. Við þekkjum bæði markmið okkar og við leggjum bæði áherslu á að gleðja hvort annað. Við hlæjum saman. Við erum heltekin af litlu fjölskyldunni okkar. Og við elskum dóttur okkar af öllu hjarta.

Forsíðuviðtalið við Kim birtist í febrúarútgáfu ástralska Vogue en olíuborinn bossinn er víðsfjarri og vel hulinn undir glæsilegum Balmain kjólnum sem stúlkan klæðist á ströndinni – kamelljón sem raunveruleikastjarnan virðist vera.

Tengdar greinar:

Kim og Kanye logandi heit fyrir vorlínu Balmain 2015

KVIKNAKIN Kim Kardashian: Gekk ALLA leið við tökur!

Viðbrögð eldra fólks við nektarmyndinni af Kim Kardashian

SHARE