Kim Kardashian að hugsa um að fara í svuntuaðgerð strax eftir fæðingu?

Það hefur mikið verið fjallað um það í fjölmiðlum að Kim Kardashian hafi haft miklar áhyggjur af þyngd sinni á meðgöngunni. Hún hefur einnig haft miklar áhyggjur af því að hún nái ekki að léttast eftir meðgönguna. Við birtum frétt um daginn þar sem Kim hafði verið flutt á spítala sökum álags og var henni ráðlagt að hvíla sig. Kim hafði verið að stunda líkamsrækt of mikið, stundum tvisvar á dag og ferðast út um allt og það var farið að taka sinn toll.

Nú eru fréttamiðlar Vestanhafs hinsvegar að tala um að Kim sé búin að ákveða að fara í svuntuaðgerð strax eftir meðgöngu.

Frænka hennar Joan Kardashian segir:
“Hún getur farið í svuntuaðgerð, hún veit það og það hefur minnkað áhyggjur hennar af þyngdinni.”

Auðvitað hefur manneskjan þyngst á meðgöngunni, það er ekkert óeðlilegt og það er bara heilbrigt á meðgöngu. Hún lítur út fyrir að vera heilbrigð og það er númer 1,2 og 3! Svo lengi sem maður borðar hollan og næringarríkan mat á meðgöngunni og hreyfir sig eins og maður treystir sér til og eins og manni hefur verið ráðlagt af læknum á maður að vera í góðum málum. Auðvitað bætir fólk á sig á meðgöngu. Halló, það er manneskja að vaxa inn í þér, auðvitað stækkar á þér maginn! það er ekkert nema eðlilegt.

Finnst frænku hennar hún þurfa á svuntuaðgerð að halda eftir meðgöngu? Joan segir:

“Fyrir utan maga hennar, sem er frekar flatur, hafa allir líkamspartar hennar stækkað mikið. Og það gerist þrátt fyrir að Kim sé að passa mataræði sitt mjög vel og æfa mikið. Ímyndið ykkur hvernig hún liti út ef hún myndi bara sleppa sér og hætta að hugsa út í þessa hluti. Fjölskylda hennar er að reyna að fá hana til að slappa af og hætta að spá í að léttast fyrr en eftir að hún er búin að eiga.”

Hvað er að þessu liði? auðvitað á maður að hugsa um heilsuna á meðgöngunni, en hún virðist eiga við einhverskonar átröskun að stríða, í það minnsta óöryggi með sjálfsmyndina. Maður getur kannski aðeins skilið hana betur ef maður hugsar út í það að hún lifir á útliti sínu, samt sem áður þarf maður að taka hagsmuni barnsins fram yfir sína eigin, er það ekki?


Kim hefur talað um það að mamma hennar og Kourtney systir hennar hafi látið það líta út eins og það að vera óléttur væri ekkert mál en hún væri aldeilis að komast að öðru. Þetta er auðvitað rosalega misjafnt.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here