Kim Kardashian er orðin ljóshærð! – Myndir

Kim Kardashian var mynduð í bak og fyrir á dögunum en  nýr hárlitur hennar hefur vakið mikla athygli.

Kim ákvað að breyta til og lita hárið á sér ljóst. Hárgreiðslumaðurinn George Papanikolos litaði á henni hárið og aðspurður segir hann að það hafi tekið tvö skipti að ná fram þessum fallega lit. Hann segist hafa verið örlítið stressaður en að litunin hafi tekist einstaklega vel og allir séu sáttir með útkomuna.

Kim klæddist víðri skyrtu, gallabuxum og flatbotna skóm og heldur á litlu stúlkunni sinni, North West. Hvað finnst þér um þessa ljósu lokka?

 

SHARE